Áhættustjórnun
Áhættustjórnun CCQ auðveldar þér að bera kennsl á áhættuþætti, meta afleiðingar þeirra og innleiða skilvirkar stýringar, hvort sem um er að ræða öryggismál, fjárhagslega áhættu eða persónuvernd.
Þegar fyrirtæki skilja betur áhættuþætti sína eru þau betur í stakk búin til að bera kennsl á tækifæri og taka upplýstar ákvarðanir. Þannig verður einnig auðveldara að uppfylla lagaskyldur varðandi öryggi á vinnustað og aðrar reglugerðir sem fyrirtækið stendur frammi fyrir.


Nákvæm greining
Hagkvæm áhættustjórnun
CCQ hjálpar þér að þróa raunhæfar og hagkvæmar aferðir til að takast á við áhættu í rekstrinum. Með nákvæmri greiningu öðlast stjórnendur betri skilning á áhættuþáttum og geta varið fjármagni þar sem þörfin er mest. Þetta gerir þeim kleift að innleiða skilvirkar aðgerðir sem vega upp á móti neikvæðum áhrifum og draga úr óvæntum kostnaði.
ISO 31000
Öflug greining byggð á ISO 31000
Kerfið er hannað samkvæmt ISO 31000 staðlinum og býður upp á:
Ferlið
Heildstætt áhættustjórnunarferli
Kerfið leiðir þig í gegnum skipulagt verkflæði frá úttekt til eftirfylgdar.
Þú greinir áhættuþætti, framkvæmir áhættumat, skoðar niðurstöður og tryggir viðeigandi eftirfylgni.
Samskipti eru samþætt í öllu ferlinu til að tryggja að allir hagsmunaaðilar séu upplýstir um stöðu mála.

Heildstætt kerfi
Samþætting við gæðastjórnun
Áhættustjórnun CCQ er hluti af heildstæðu gæðakerfi. Með beinni tengingu við verklag í gæðahandbók verður auðveldara að innleiða áhættustýringar í daglegum störfum. Kerfið samhæfist einnig úttektum og umbótaverkefnum, sem gerir þér kleift að fylgjast með árangri stýringa og bæta þær eftir þörfum.
Tenging við frábrigðaskráningu og ábendingar tryggir að nýjar áhættur sem koma upp séu greindar og metnar. Þannig færð þú heildstætt yfirlit yfir alla áhættuþætti og stýringar á einum stað, sem styrkir ákvarðanatöku og fyrirbyggjandi aðgerðir í öllu gæðastarfi.


Áhættuþættir
Staðfesting þekkingar
Tryggðu að starfsfólk þekki og skilji mikilvæga áhættuþætti:
Hagræðing
Áhættustjórnunaráætlanir
Að þróa aðferðir til að stjórna áhættu er mikilvægt til að draga úr áhrifum atvika á rekstur fyrirtækisins. CCQ veitir þér úrræði til að gera árangursríkar áhættustjórnunaráætlanir og hjálpar við að bæta og hagræða rekstrarferlum.
Kerfið auðveldar skilgreiningu á ábyrgðaraðilum sem tryggir að áhættunni sé stjórnað á viðeigandi hátt og dregur úr líkum á því að atvik komi upp.
