Úttektir
Úttektir eru nauðsynlegar til að staðfesta að skjalfest verklag sé í samræmi við raunverulega starfshætti fyrirtækisins. CCQ einfaldar undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni úttekta í samræmi við ströngustu staðla.
Stafrænt ferli CCQ dregur úr pappírsvinnu, tryggir skýra ábyrgðarskiptingu og gerir þér kleift að rekja framvindu úrbóta frá upphafi til enda.


Allt á einum stað
Tryggðu að ekkert gleymist
Skipulegðu allar úttektir fyrirtækisins með einföldum hætti. Dreifðu úttektum yfir árið og fáðu stafrænar áminningar þegar kemur að framkvæmd. CCQ veitir þér gott aðhald og tryggir að engin úttekt gleymist.
Þú getur auðveldlega áætlað bæði innri og ytri úttektir og haldið utan um allar niðurstöður á einum stað.
Stöðugar umbætur
Tækifæri til úrbóta
Markmið úttekta er að varpa ljósi á tækifæri til úrbóta og styðja við stöðugar umbætur í rekstrinum. CCQ gerir þér kleift að:

CCQ úttektir uppfylla ítrustu kröfur um skipulag og framkvæmd innri og ytri úttekta, frávika- og frábrigðaskráninga og úrvinnslu þeirra.
Einingin auðveldar gerð úttektaráætlana, vinnslu frávika/frábrigða, gerð og notkun staðlaðra gátlista, gerð lokaskýrslu og framkvæmdir innri og ytri úttekta á stjórnkerfinu.


Hvar og hvenær sem er
Sveigjanleiki í framkvæmd
Hvort sem úttektin fer fram á staðnum eða í fjarvinnu býður CCQ upp á sveigjanleika í framkvæmd. Notaðu gátlista í snjalltæki eða tölvu, taktu myndir af aðstæðum og skráðu athugasemdir jafnóðum.
Forúttektir og lokaúttektir eru framkvæmdar beint í kerfinu og hægt er að nýta stuðning samskiptamiðla líkt og Teams, þegar þörf krefur. Úttektaraðilar fá beinan aðgang að CCQ sem auðveldar alla vinnu og samskipti.
Yfirsýn
Samþætting við gæðahandbók og áhættustjórnun
Tenging við gæðahandbók og áhættustjórnun er einn helsti styrkleiki CCQ: