Eignastjórnun
Eignastjórnun CCQ veitir þér heildaryfirsýn yfir allar eignir fyrirtækisins á einum stað hvort sem um er að ræða áþreifanlegar eignir eins og tæki og búnað eða óáþreifanlegar eignir eins og hugbúnaðarleyfi.
CCQ tryggir rétta skráningu á eignum, staðsetningu þeirra og ástand, bætir viðhald og eftirlit með verðmætum og hjálpar þér að hámarka arðsemi fjárfestinga.

Heildaryfirsýn
Allar upplýsingar á einum stað
Kerfið heldur utan um:

Tímasparnaður
QR-kóðar fyrir einfalda umsýslu
Hver eign fær sinn QR kóða sem auðveldar alla umsýslu. Starfsfólk getur skannað QR kóðann til að sjá upplýsingar um eignina, tilkynnt bilun eða skráð viðhald. Þetta sparar tíma og tryggir að engar tilkynningar týnist.
Þegar bilun kemur upp er auðvelt fyrir starfsfólk að skanna QR kóðann og skrá hvað er að. Tilkynningin berst strax til viðeigandi umsjónaraðila sem getur brugðist við.
Lægri kostnaður
Skipulagðar viðhalds- og kvörðunaráætlanir
CCQ hjálpar þér að þróa skilvirkar viðhaldsáætlanir sem hámarka endingu eigna en lágmarka viðhaldskostnað. Með fyrirbyggjandi viðhaldi getur þú aukið áreiðanleika tækja og búnaðar verulega. Kerfið sendir stafrænar áminningar um fyrirhugaðar viðhaldsaðgerðir og kvörðun, sem tryggir að mikilvægt viðhald gleymist ekki.
Nákvæm skráning á fyrri viðhaldsaðgerðum og tengdum kostnaði veitir dýrmæta innsýn í rekstur eigna og nýtist við áætlanagerð. Þetta dregur markvisst úr óvæntum bilunum og rekstrarstöðvum sem geta verið kostnaðarsamar fyrir fyrirtækið.
