Persónuvernd
Eru vinnsluskrár fyrirtækisins geymdar í Excel? Með CCQ frávikagreiningu getur þú búið til sniðmát, flutt Excel-skjölin inn og strax fengið betra yfirlit yfir stöðu og niðurstöður á þeim spurningum sem á eftir að klára.
Frávikagreining CCQ er hannað til að vinna með núverandi verkferla en gera þá skilvirkari og öruggari. Kerfið hjálpar fyrirtækjum að uppfylla GDPR kröfur á skipulagðan hátt en viðheldur þeim sveigjanleika sem þarf til að aðlaga sig að mismunandi þörfum fyrirtækja.


Sérsniðin sniðmát
Betra yfirlit
Áður en vinnsluskrá í Excel er keyrð inn er sett upp sniðmát í CCQ. Það samanstendur af sambærilegum spurningum frá skjalasniði persónuverndar, en býður einnig upp á tengingu við ferla skilgreinda í Gæðahandbók og verðmæti listuð í Eignastjórnun. GDPR reglugerðin er innbyggð í lausnina og hver spurning fær tengingu við kafla í GDPR.
Kerfið reiknar út svarshlutfall og veitir aðgang að mismunandi svæðum fyrir þátttakendur, persónuverndarfulltrúa og stjórnendur. Þegar vinnsluskráin í Excel er keyrð inn í CCQ geta þátttakendur klárað að svara spurningum. Þegar öllum spurningum er svarað fara þau í forúttekt þar sem þau eru rýnd og staða sett sem uppfyllt, óuppfyllt eða í vinnslu.
Ef spurning krefst ítarlegri greiningar er endurskoðun sett af stað og þátttakendur klára að svara eftir fyrirmælum frá persónuverndarfulltrúa.

Forgangsröðun
Stafrænt verkflæði og tilkynningar
Spurningalistar eru sendir stafrænt á milli þátttakenda og persónuverndarfulltrúa fyrirtækisins. Lausnin veitir góðar upplýsingar um svarshlutfall og listar upp spurningar sem á eftir að svara.
Um leið og öllum spurningum hefur verið svarað hefst úttekt þar sem hægt er að meta hvort spurning sé fullunnin, ókláruð eða í vinnslu, og þeim forgangsraða eftir mikilvægi.
