Er ISO vottun á dagskrá?
Með gæðakerfinu CCQ hefur þú góða yfirsýn yfir stöðu fyrirtækisins gagnvart ISO stöðlum. Með gæðahandbókar-, ábendingar- og úttektareiningu hjálpar kerfið þér í gegnum allt vottunarferlið, en ISO vottun er mikilvæg til að tryggja gæði, áreiðanleika og traust. Kerfið leiðir þig í gegnum hvert skref. Þú getur fylgst með framförum í rauntíma, séð nákvæmlega hvað hefur verið gert og hvað þarf að gera næst.


Tryggðu rétta skráningu
Örugg skjalastjórnun
CCQ tryggir að allar upplýsingar og skjöl séu skráð, rétt útbúin, viðhaldið og endurskoðuð í samræmi við ISO 9001. Kerfið sér um að skjöl fái rétt nöfn, útgáfunúmer og dagsetningu, og að þau fari í gegnum samþykktarferli áður en þau eru tekin í notkun.
Frábrigði, kvartanir og atvik
Skilvirk úrvinnsla ábendinga
Í gæðastjórnun er mikilvægt að hafa skilvirkt ferli fyrir stofnun og úrvinnslu ábendinga. Ábendingar CCQ einfalda alla vinnu við frábrigði, kvartanir og atvik.
Með ábendingakerfi CCQ ert þú ávallt með puttann á púlsinum. Auðvelt er að safna ábendingum frá starfsfólki og viðskiptavinum, greina orsakir vandamála og tryggja markvissar úrbætur svo hægt sé að gera betur í dag en í gær.


Einfalt og skipulagt
Skipulagðar innri úttektir
CCQ hjálpar til við að einfalda og skipuleggja innri úttektir sem eru lykill að virkri gæðastjórnun. Markmiðið er að tryggja að gæðastjórnunarkerfið uppfylli ISO 9001 kröfur, sé rétt innleitt og stuðli að stöðugum umbótum með reglulegu eftirliti.
Úttektir meta hvort verklag og ferlar séu í samræmi við kröfur og koma auga á frávik og tækifæri til úrbóta. Þegar frávik koma í ljós tryggir kerfið að framkvæmdar séu leiðréttandi aðgerðir og eftirfylgni þar til vandamál eru leyst.
Skjalfest verklag
Hvað þýðir virkt gæðastjórnunarkerfi?
Virk gæðastjórnun þýðir að gæðakerfið er hluti af daglegum rekstri fyrirtækisins. Það er ekki aðeins til staðar fyrir úttektir, heldur er það notað til að bæta þjónustu, rekstur og innri ferla.
Í virku gæðakerfi vinnur starfsfólk samkvæmt skjalfestu verklagi og veit hvar upplýsingar er að finna. Árangur er mældur reglulega og frávik skráð svo mistök endurtaki sig ekki. Umbætur verða hluti af menningu fyrirtækisins og kerfið þróast stöðugt með fyrirtækinu með það að markmiði að tryggja gæði, auka ánægju viðskiptavina og árangursríkan rekstur.