Þessu hefði enginn trúað – möguleikar með stafrænum vottunum CCQ

Ef við hefðum spurt gæðastjóra hvaðanæva að úr heiminum áður en COVID skall á hvort þeir teldu mögulegt að hægt væri að framkvæma ytri úttektir án þess að fá úttektaraðila til sín í raunheimi hefðum við alltaf fengið einróma svar að það væri bara alls ekki hægt.

Nú hefur tæknin hins vegar tekið hið hefðbundna úttektarferli í fangið og umvafið það tryggum rafrænum ramma. Stjórnkerfið hefur hreiðrað um sig í öruggri skýjalausn og er aðgengilegt ytri aðilum, óháð staðsetningu gegn heimild á meðan úttekt stendur. Fundir eru teknir á Teams eða í öðrum fjarfundabúnaði og myndavél í síma verður framlenging af augum okkar. Engu flugvélabensíni þarf að puðra út í loftið og þetta sem enginn hefði trúað fyrir faraldurinn hefur raungerst. 

 Já, hljómar þetta ekki eins og ísköld og vel blönduð Margarita á heitum sumardegi?

Snjallar lausnir í erfiðum aðstæðum

COVID faraldurinn varð til þess að við þurftum að finna nýjar lausnir. Aðlögunarhæfni mannfólksins er einmitt það sem hvetur okkur til þess að sigra og lifa af þegar við stöndum frammi fyrir óviðráðanlegum aðstæðum sem umbreytir hefðbundnum vinnusiðum og verklagi. Við höfum alltaf val um að aðlagast breyttum aðstæðum. 

Það eru þó alltaf einhverjir sem neita að sjá möguleikana og viðkvæðið er yfirleitt það að sjá hindranir frekar en tækifærin, „við erum búin að vinna þetta svona síðastliðin 15 ár!“. Ég hef heyrt þessa setningu oft en ég skil líka að það getur verið flókið að stíga fyrsta skrefið í breytingum. Núna hefur grunnvinan verið unnin og þeir sem voru ekki vissir í fyrstu geta óhræddir mætt í veisluna, því hún er þegar byrjuð. 

Bara að gamni, má líka nefna að fyrir nokkrum árum var svipuð umræða í gangi varðandi skýjalausnir þar sem mörg töldu skýjalausnir ekki öruggar. Fólk taldi að sitt fyrirtæki væri sérstakt og að lausnin einfaldlega passaði ekki þangað inn. Í dag fáum við aldrei athugasemdir um að lausnin séu í skýinu.  

 Það kemur drifkraftur frá frumkvöðlunum og hugrökku fólki sem stígur fyrstu skrefinu í viðkvæmu ferli eins og þessu sem hvetur okkur áfram. Þegar við harðneitum að gefast upp, heilinn okkar vinnur yfirvinnu á ofurhraða til að finna nýjar leiðir, koma ný tækifæri. Í raun má segja að það þurfi bara einn leiðtoga til þess að ganga á undan með góðu fordæmi. Þegar dyrnar hafa verið opnaðar, ísinn brotinn og sannað að dæmið gangi upp, er hægt að segja: „Þetta er hægt. Þetta gengur ljómandi vel.“ Þá fylgja hin smátt og smátt á eftir og fara nýju leiðina. Einn daginn áttum við okkur á því að nýja leiðin er sú eina rétta og það sem við gerðum áður heyrir sögunni til og verður „eitthvað sem við gerðum í den“.  

„Í könnun sem við gerðum í tengslum við viðburð um stafræna vottun á COVID-tímun svöruðu 83,3% því til að stafrænt vottunarferli væri komið til að vera.  Allir fyrirlesarar á viðburðinum voru á sömu skoðun.“   

Vefvarp: Stafrænt vottunarferli á tímum Covid með CCQ 

Ég er ekki hissa. Um árabil hef ég ekki skilið af hverju við þurfum að eyða milljónum króna og þeim gífurlega tíma sem það tekur að framkvæma ytri úttektir – bara til að fá staðfestingu á að það sem við segjumst gera sé í takt við raunveruleikann. Í hjarta mínu hafði ég þá sannfæringu að það væri til betri leið. 

Í viðtali við gæðastjóra hjá Límtré Vírnet segir hann að frá ytri endurskoðanda sem þau hafa reglulega fengið frá Noregi og var yfirleitt hér á landi í 10 daga, því starfsemin er staðsett á Flúðum, Reykjavík og Borganesi. Ytri úttekt var því bæði tímafrek og dýr í rekstri. Síðasta ytri úttekt var framkvæmd stafrænt og tók þá aðeins þrjá daga. Það þarf ekki vera fjármálagúru eða snillingur til að átta þig á hversu mikill sparnaður þetta er.   

Það er vert að taka það fram að ég er alls ekki á móti hefðbundnum úttektum. Þær geta verið nauðsynlegar í sumum tilfellum til þess að styðja við reksturinn og veita okkur tækifæri til að gera betur í dag en í gær.   

COVID neyddi okkur til að finna nýjar leiðir og okkur tókst það. Við höldum áfram á þeirri braut. Við erum ekki farin að sjá fyrir endann á þessum snjalla nýja heimi og ég vona að það gerist aldrei. Bráðum smellum við bara á næst, næst, næst takka og kerfið leiðir okkur áfram – við erum rétt að byrja. Ég er alveg sannfærð um það og hlakka til framtíðarinnar með ykkur. 

Similar Posts