Hæfnisstjórnun
Kortleggur þjálfun, hæfni og þekkingu starfsmanna og gerir fyrirtækjum kleift að auka getu starfsmanna til að ná viðskiptamarkmiðum sínum.
Hæfileikinn til að virkja og hvetja fólk til að gera sitt besta, er í raun hið eina sanna samkeppnisforskot sem fyrirtæki búa yfir.
CCQ hjálpar þér að spá fyrir um þá færni og hæfni sem fyrirtækið þarfnast í framtíðinni og gerir þér kleift að þróa árangursríkar þjálfunaráætlanir fyrir starfsmenn þína. Kerfið veitir ítarlegt yfirlit yfir hæfni starfsmanna þinna og gerir þér kleift að einbeita þér að því hvernig hægt er að samræma þjálfun starfsmanna á viðeigandi hátt við viðskiptamarkmið fyrirtækisins.
Ber saman kröfur og hæfni starfsfólks og tryggir þjálfun innan tímamarka
Bætir afköst og árangur með því að setja upp þjálfunaráætlanir til að styðja við viðskiptaleg markmið.
Tryggja þátttöku starfsfólks og hvetja til að auka hæfni sína sem getur minnkað starfsmannaveltu
Halda utan um starfsþróun og þjálfun hvers starfsmanns
Framtíðarsýn
Til að mæta núverandi og framtíðarkröfum fyrirtækisins þurfa stjórnendur að hafa skýran skilning á núverandi getu og möguleikum stofnunarinnar. Þetta er þar sem hæfileikaskipulag kemur við sögu.
CCQ hjálpar þér að bera kennsl á áskoranirnar sem eru framundan og þá hæfileika og færni sem þarf til að ná framtíðarviðskiptamarkmiðum. Þjálfun starfsmanna verður markvissari og starfsmenn fá vald til að hámarka styrkleika sína.
Þjálfunarskrár (e. Training Records)
CCQ heldur utan um hvaða starfsmenn hafa fengið þjálfun, hversu nýlega þeir hafa fengið hana og hvaða hæfni þeir hafa náð tökum á. Þetta býður uppá einstakt þjálfunarsnið fyrir starfsmenn og hjálpar þér að bera kennsl á hvar þjálfun er nauðsynleg.
Þar af leiðandi eru þjálfunarskrár gagnlegar til að útvega skjöl fyrir eftirlitsstofnanir og geta verndað þig gegn ásökunum um vanrækslu í þjálfun starfsmanna.
Áhættustjórnunaráætlanir
Að þróa aðferðir til að stjórna áhættu er mikilvægt ef þú vilt minnka áhrif atvika á rekstur fyrirtækisins. CCQ veitir úrræði til að gera árangursríka áhættustjórnunaráætlanir og hjálpar þér að bæta og hagræða rekstrarferlum og verklagsreglum.
Það er mikilvægt að bera kennsl á þá forsjáaðila sem bera ábyrgð á því að tryggja að áhættunni sé stjórnað á viðeigandi hátt.
Þetta mun hjálpa þér að uppfylla lagaskyldur þínar varðandi öryggi á vinnustað og getur dregið úr líkum á því að atvik komi upp.