Ábendingar
Í nútíma gæðastjórnun er mikilvægt að hafa skilvirkt ferli fyrir söfnun og úrvinnslu ábendinga. CCQ býður upp á heildstætt kerfi sem einfaldar alla vinnu við frábrigði, kvartanir og atvik.
Með stafrænu verklagi er auðvelt að safna ábendingum frá starfsfólki og viðskiptavinum, greina orsakir vandamála og tryggja markvissar úrbætur. Kerfið styður við stöðugar umbætur með því að tengja saman ábendingar, gæðahandbók og áhættustjórnun á einum stað.


Frá ábendingum til úrbóta
Einföld skráning
Ábendingakerfi CCQ býður upp á notendavænt viðmót sem gerir öllum auðvelt að skrá inn ábendingar. Umsjónarfólk getur hannað sérsniðin skráningareyðublöð fyrir ólíkar tegundir ábendinga sem eru snyrtilega framsett á einni yfirlitssíðu.
Starfsfólk og viðskiptavinir geta sent inn tilkynningar í gegnum tölvu eða snjalltæki, hvar og hvenær sem er. Kerfið styður við myndatöku og GPS-staðsetningu sem gerir skráningu nákvæmari og auðveldar alla eftirfylgni. Notendur geta fylgt sínum málum eftir og skoðað stöðu sína með einföldum hætti.
CAPA-ferli
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Kerfið er hannað til að styðja við markvissar fyrirbyggjandi aðgerðir. Með beintengingu við gæðahandbók og áhættustjórnun er auðvelt að greina orsakir vandamála og koma í veg fyrir endurtekningu.
Innbyggt CAPA-ferli leiðir starfsfólk í gegnum skipulagða úrvinnslu – allt frá rótargreiningu til eftirfylgni með úrbótum. Hver skráning getur verið áhættumetin og tengd við útgefin skjöl og áhættumöt.

Í gæðastjórnun er mikilvægt að taka á móti og vinna úr frábrigðum, umfram það eru gerðar kröfur í stöðlum um að slíkt verklag sé til staðar.
Þessi eining býður upp á einfalda leið fyrir starfsfólk og viðskiptavini að skrá frábrigði, atvik og ábendingar. Allar skráningar eru meðhöndlaðar skv. viðurkenndri innbyggðri aðferðafræði um rótargreiningu, úrlausn og eftirfylgni.


Traust ferli
Örugg meðhöndlun
Ábendingakerfið tryggir örugga og skipulagða meðhöndlun mála. Hver ábending fer í gegnum skilgreint ferli sem tryggir að ekkert gleymist. Skráning er send á ábyrgðaraðila sem sér til þess að unnið sé að úrlausn skráningar og henni fylgt eftir.
Við skráningu tekur við stafrænt ferli þar sem ábyrgðaraðilar, úrvinnsluaðilar og eftirfylgjendur vinna úr skráningum. Vinnslan inniheldur áhættugreiningu og tengingu við verklag í gæðahandbók og áhættustjórnun.
Vernd uppljóstrara
Nafnlausar ábendingar
CCQ hjálpar þér að uppfylla lög um vernd uppljóstrara sem mörgum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum hefur reynst erfitt að innleiða. Kerfið býður upp á sérstaka aðgangsstýringu fyrir viðkvæm mál og nafnlausar ábendingar sem uppfylla lagalegar kröfur.
Ábyrgðaraðilar fá sjálfvirkar tilkynningar um nýjar ábendingar og geta fylgst með stöðu í rauntíma, sem tryggir að öll málefni fái viðeigandi athygli og úrvinnslu.