Helstu nýjungar í CCQ 2023

Nýjungar í CCQ

Við höfum kynnt inn frábærar nýjungar á þessu ári. Starfsfólk CCQ vinnur að hugmyndafræði stöðugra úrbóta og viljum við því alltaf gera betur í dag en í gær. Merki þess eru nýjungar líkt og nýtt útlit í gæðahandbók, Nýir ISO staðlar í CCQ, Tenging áhættna við gæðahandbók og lengi mætti telja.

Nýtt útlit í gæðahandbók ????

Við höfum létt á notendaviðmóti í vinnubók gæðahandbókar þar sem öll lýsigögn hafa verið færð yfir í nettan glugga hægra megin á skjánum. Hér er myndband þar sem farið er yfir helstu breytingar á útliti gæðahandbókar.

Nýir ISO staðlar í CCQ ????

Við erum búin að bæta við ISO stöðlum sem fylgja með áskriftinni.
Nýjustu viðbæturnar eru:

  • ISO 45001:2018 á íslensku.
  • ISO 27001:2022 á ensku.
  • ISO 27701:2021 á ensku og íslensku.
  • ISO15489-1:2016 á ensku og íslensku.

Áhætta með og án stýringa❗️

Nú er hægt að tengja áhættur við gæðaskjöl. Þegar þú tengir áhættur við gæðaskjöl getur þú sýnt starfsfólki hver áhættan er með og án skýringum. Þannig er starfsfólk meðvitaðra um mikilvægi þess að fylgja verklagsreglum.

Aðstoð innan og utan CCQ ????

Nú er hægt að senda beiðni um aðstoð til CCQ kerfisstjóra. Mögulegt er að breyta stillingum í uppsetningu gæðahandbókar, þar sem hægt er að velja hver móttekur beiðnir innanhúss. Hér má lesa meira um beiðnir til kerfisstjóra.

Gæðahandbókarstjóri ????‍????

Ekki þarf lengur CCQ Kerfisstjóraréttindi til að hafa fullan aðgang að uppsetningu og stillingum fyrir gæðahandbók. Nú höfum við kynnt nýtt hlutverk Gæðahandbókarstjóra í Gæðahandbókinni. Hér er myndband þar sem farið er yfir helstu breytingar.

Innskráningarsíður????

Hingað til hafa öll sem nota CCQ nýtt sömu innskráningarsíðu inn í kerfið. Notendur hafa stundum verið óviss með hvort þau eiga að nota notendanafn og lykilorð eða SSO-innskráningarleið.

Við erum búin að bæta úr því og höfum bætt við síðum þar sem aðeins er boðið upp á þá leið sem á við hverju sinni. Annars vegar fyrir þau sem styðjast við notendanafn og lykilorð og hins vegar þau sem nota SSO innskráningu. Upprunalega síðan er þó enn virk og til staðar.

Similar Posts