Hvernig hjálpum við sveitarfélögum að vera í skýjunum með sína gæðastjórnun?

Markmiðið hjá okkur sem búa til CCQ er að einfalda þér og þínu starfsfólki að miðla upplýsingum og þekkingu til starfsfólks og íbúum sveitarfélaga. CCQ er heildstæð lausn til að meðhöndla þætti sem snúa að bættum verkferlum, hlítingu staðla, laga og reglugerða.

Þegar þú rekur sveitarfélag viltu gera vel, hvort sem þú varst kosinn til þess að stýra eða ert ráðinn starfsmaður. Þú vilt fylgja réttum leikreglum, vanda til verka og njóta svo uppskerunnar þegar þú sérð sveitarfélagið þitt blómstra. Það þarf ekki okkur til að segja þér að þetta kallar á öguð vinnubrögð. Hverju sveitarfélagi fylgja gæðakröfur, lög og reglugerðir sem oft getur verið heljarmikið verkefni að halda utan um og uppfylla. Það er þess vegna sem rétta gæðastjórnunarkerfið er gulls ígildi. Og það er þess vegna sem við smíðuðum CCQ.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðuman gæðalausna

Gæði ofar öllu

Gæðastjórnun snýst einfaldlega um að gera betur í dag en í gær. Gott kerfi kortleggur hvert skref sem þú ætlar þér að taka, hjálpar þér á skilvirkan hátt að ná settum markmiðum og heldur utan um allt saman svo þú hafir yfirsýn. Það er engin tilviljun að á meðal notenda CCQ eru allt frá litlum fjölskyldufyrirtækjum upp í stærstu fyrirtæki landsins og allt þar á milli. CCQ er sérsniðið að þörfum íslenskra sveitarfélaga, stofnana, fyrirtækja og er nógu sveigjanlegt til að geta mætt fjölbreyttum kröfum mismunandi málaflokka og landsvæða. Hönnun kerfisins byggir á áratuga reynslu sérfræðinga af gæðastjórnun. Það er einfalt og létt, búsett í skýinu og felur ekki í sér neina bindingu – þú byrjar einfaldlega og hættir þegar þú vilt. Og að sjálfsögðu talar CCQ íslensku.

Að hugsa fyrir öllu

Hjartað í CCQ er gæðahandbók þíns sveitarfélags. Þar er haldið utan um alla verkferla, reglur, reglugerðir og staðla hvernig þið eruð að uppfylla ykkar skyldur. Þú sérð svo á augabragði þau frávik sem þarf að bregðast við í úttektareiningunni. Aðra kerfishluta velurðu svo að nýta eftir þínum þörfum. Kerfið býður til að mynda upp á auðlinda- og hæfnistjórnun, áhættustjórnun og eignastjórnun, og gerir þér kleift að taka formlegt tillit til ábendinga, atvika og kvartana, hvort sem þau berast frá starfsfólki eða að íbúum.

Að standa við stóru orðin

Að gera áætlun, fylgja henni eftir og athuga svo hvernig til hefur tekist – það er gæðastjórnun í hnotskurn og viðfangsefni sveitarfélaga á hverjum degi. Síðastnefnda atriðið, staðfestingin á því að við séum að standa okkur, kemur í gegnum úttektarferli. En fyrir mörg fyrirtæki geta úttektir verið bæði tímafrekar og kostnaðarsamar. Hvort sem um ræðir innri úttektir fyrirtækisins eða aðkomu ytri úttektaraðila, auðveldar CCQ ferlið til muna. Með því að miðla niðurstöðum úttekta til íbúanna er svo hægt að halda öllum meðvituðum um vegferðina sem kjörnir fulltrúar, starfsfólk og íbúar eru á svo að engin upplifi brostnar vonir korteri fyrir kosningar þegar loforð hafa verið brotin en enginn var að fylgjast með því milli kosningaherferða.

Betra samfélag með tækninni

Fólkið á bak við CCQ er stöðugt að nýta drjúgan reynslubankann til að gera öflugt kerfi enn betra og vinna að bættri notendaupplifun. Okkar markmið er að létta líf þeirra sem nota hugbúnaðinn þannig að miðlun réttra upplýsinga til réttra aðila sé eins einföld og aðgengileg og hugsast getur. Þannig tökum við þátt í því að byggja upp betra samfélag með öflugum tæknilausnum sem búnar eru til með íslensku hugviti. Ef þú vilt taka næsta skref í gæðastjórnun þíns sveitarfélags hlökkum við til að heyra í þér.

Fáðu ráðgjöf

Fáðu ráðgjöf

Similar Posts