Úttektir

Með úttektum staðfestum við að skjalfest verklag í gæðahandbókinni
sé í samræmi við núverandi verklag starfsfólks.

CCQ úttektir uppfylla ítrustu kröfur um skipulag og framkvæmd innri og ytri úttekta, frávika- og frábrigðaskráninga og úrvinnslu þeirra.

Einingin auðveldar gerð úttektaráætlana, vinnslu frávika/frábrigða, gerð og notkun staðlaðra gátlista, gerð lokaskýrslu og framkvæmdir innri og ytri úttekta á stjórnkerfinu.

Úttektaraðili fær beinan aðgang að CCQ

Frábrigði eru með innbyggðu stafrænu vinnuferli

Tenging við gæðahandbók, staðla og áhættur.

Gátlistar, rótargreing, úrbætur og skýrslugerð

Skipulagðar úttektir

Hvort sem úttektin fer fram á staðnum eða stafrænt eru forúttektir og lokaúttektir framkvæmdar beint í CCQ með aðstoð annarra samskiptamiðla eins og Teams og snjalltækjum.

Lausnin veitir þér gott aðhald, leið til að skipuleggja innri- og ytri úttektir sem eru dreifðar yfir lengra tímabil með stafrænni áminningu. Uppfyllir ýtrustu kröfur um skipulag og framkvæmd innri og ytri úttekta, skráning frávika/frábrigða og úrvinnslu þeirra.

Frávik/frábrigði og umbætur

Markmið úttekta er að varpa ljósi á þau mál sem betur mega fara og stöðugt verið að vinna í umbótum. Þess vegna er mikilvægt að fylgja eftir niðurstöðum úttekta og hefja umbótaverkefni á þeim frávikum/frábrigðum og tækifærum sem geta greinst í úttektum.