CCQ tekur í notkun gervigreindar forrit fyrir notendaleiðbeiningar
Oftar en ekki þá byrjum við að nota einhvern hugbúnað, app eða vefsíðu sem á að einfalda okkur lífið – hvort sem það er að kaupa vörur, skrá sig inn á sitt heimasvæði eða greiða reikninga. En hver hefur ekki lent í því að aðgerðin sem þú vilt framkvæma er aðeins flókin eða kannski þarftu frekari útskýringa til að klára? Þá skiptir málið að svarið sem leitað er eftir sé aðgengilegt, stutt og hnitmiðað svo maður gefist ekki upp. Þetta er áskorun sem við flest í hugbúnaðargeiranum erum meðvituð um og lausnirnar jafn margar og áskoranirnar.
Það sem hefur verið að gerast á síðustu árum er hröð þróun á mismunandi gervigreindar tólum til að hjálpa fyrirtækjum með t.d. gagnagreiningar, sjálfvirknivæðing ferla, svo sem bjóða upp á persónulegri þjónustu og notkun á spjallmennum. Ein slík nýjung, sem hefur valdið byltingu í notendaleiðbeiningum er Guidde forritið sem notar gervigreind (AI) til að búa til og deila notendamyndböndum. Guidde segir sjálft að það sé 11x hraðvirkara að búa til myndbönd hjá þeim en með öðrum hefðbundnum háttum. Forritið sérhæfir sig í notendaleiðbeiningum, þjálfunarmyndböndum og myndböndum til endurmenntunar. Það býður upp á sjálfvirkni í textagerð og talsetningu á mismunandi tungumálum í myndböndunum.
Á þessu ári var tekin ákvörðun að prófa Guidde, þar sem ein stærsta áskorun CCQ teymisins hefur verið að finna leið til þess að bæta og auka notendaleiðbeiningarnar, svo notendur finni upplýsingar sem þá vanta fljótt og örugglega. Áður fyrr varði teymið miklum tíma í að búa til myndbönd sem þurfti mikinn eftirvinnslutíma sem leiddi til meiri kostnaðar og minni afköstum til notenda. Það sem við fengum líka í gegn er íslensk gervigreindar talsetning sem við munum nýta okkur betur í lengri myndböndum.
Markmiðið okkar er að:
- hjálpa viðskiptavinum okkar að nálgast allar upplýsingar fljótt og auðveldlega.
- myndböndin séu stutt, hnitmiðuð, skýr og auðskiljanleg.
- hjálpa gæðastjórum að læra betur á CCQ og alla þá virkni og stillingar sem kerfið hefur upp á að bjóða.
- auðvelda þá vinnu sem gæðastjórar standa fyrir að upplýsa starfsfólk sitt um þá þætti sem það þarf að gera til þess að viðhalda virkni stjórnkerfisins.
Okkar upplifun er sú að Guidde er virkilega öflugt tól til að hjálpa okkur að framleiða myndbönd mun hraðar en áður. Við finnum að það hefur myndast meiri tími og svigrúm til að einbeita sér að öðrum þáttum sem skapar meira virði fyrir okkar notendur.
Við munum halda áfram að þróa okkur áfram á þessum vettvangi þar sem það er okkar hagur að notendur geti fullnýtt það sem hugbúnaðurinn okkar hefur upp á að bjóða. Við einblínum fyrst um sinn að því að búa til myndbönd um virkni og stillingar í CCQ en við stefnum á að búa til fræðslu- og kennslumyndbönd í framtíðinni.
Með áherslu á skýrleika, aðgengi, og hraða í miðlun upplýsinga, sýnir þessi nálgun fram á ótvíræðan hagnað sem felst í að sameina framúrskarandi tæknigetu við þarfir og væntingar notenda. Við vonum að notendur okkar muni taka vel í þessar nýjunga og við hlökkum til að heyra hvað ykkur finnst.