Breytum við leiknum með AI?

Ofurhetjudagar Origo fóru nýlega fram. Um er að ræða 24 tíma hakkaþon sem haldið er árlega í fyrirtækinu með það að markmiði að efla nýsköpun og þróa nýjar tæknilausnir.

Starfsfólk Origo fær tækifæri á að vinna í hópum að ákveðnu verkefni sem þau kynna síðan fyrir restina af fyrirtækinu. Það myndast alltaf frábær stemning í fyrirtækinu í kringum ofurhetjudagana og sumir starfsmenn leggja það á sig að vinna allan sólarhringinn að hugmyndinni.

Þema Ofurhetjudaganna í ár var „Þróum áfram“ en markmiðið er að fá starfsfólk til að þróa lausnir sem breyta leiknum og skapa raunveruleg áhrif. Sigur í keppninni veitir vinningsliðinu rétt til að hreykja sér og ofurhetjuskikkjuna, farandbikar keppninnar, ásamt því að Origo styður við áframhaldandi þróun hugmyndarinnar.

Starfsfólk CCQ  tók þátt með tveimur teymum þar sem áhersla var lögð á að ná AI inn í lausnina.

EasyQ and CertiQ

Það má segja að í framtíðarútgáfum CCQ munu EasyQ  og CertQ vinna saman þar sem hugmyndin snýst um að nýta sér  AI eða gervigreind til að hjálpa notendum að leita upplýsinga.

Besta framsetning gagna

Í dómnefnd sátu þau Freyr Friðfinnsson verkefnastjóri hjá KLAK Icelandic Startups, Ljósbrá Logadóttir forstöðumaður vöru- og viðskiptaþróunar hjá Þjónustulausnum Origo og Magnús Björnsson forstjóri Men&Mice.

CertiQ hlaut vinninginn í flokknum „Besta framsetning gagna“

Lausnin felst í að einfalda vottunarferlið. CCQ aðlagast að því  hvert hlutverk innskráðs notanda er  og a það er aukin þörf að veita ytri aðila aðgang að hluta af lausninni og aðstoða vottunaraðilann við starf sitt. Í núverandi útgáfu er lesborð vottunaraðila oftast autt og gæðastjóri þarf að útskýra fyrir vottunaraðila hvar  hægt er að nálgast mikilvægar upplýsingar.  Með tilkomu CertiQ fær vottunaraðili tilbúið lesborð aðlagað að sínum þörfum þegar kemur að úttekt. Með laufléttri spurningu getur  innbyggt AI aðstoðað til að sækja  upplýsingar frá öllum einingum í CCQ.

Similar Posts