Rata mikilvægar upplýsingar rétta leið til þín?
Við höfum nú gefið út nýja útgáfu af ábendingum sem hjálpar fyrirtækjum að uppfylla lög um vernd uppljóstrara. Lögin tóku gildi 1. janúar 2020 en þrátt fyrir það hefur það reynst mörgum vinnuveitendum erfitt að uppfylla þær lagakröfur.
Samkvæmt þessum lögum getur Vinnueftirlit ríkisins beitt dagsektum á þau fyrirtæki sem ekki fylgja þeim.
„Við viljum að starfsfólk viti hvað það á að gera ef það sér eitthvað óeðlilegt eða ólöglegt í rekstri eða umhverfi síns vinnustaðar. Það er mikilvægt að til séu skýrar verklagsreglur og öll hafi greiðan aðgang að því að senda inn nafnlausar ábendingar því auðvitað vilja fyrirtæki ekki missa af því að vita ef það er eitthvað sem betur má fara,” segir Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og innkaupalausna Origo.
Öll fyrirtæki með 50 eða fleiri starfandi þurfa að setja sér reglur um verklag í samráði við starfsfólk sem hefur heimild og skyldu, eftir aðstæðum, til að greina frá mögulegum lögbrotum eða ámælisverðri háttsemi. Þau sem greina frá eru undir sérstakri vernd, þar á meðal er ekki hægt að refsa þeim fyrir að miðla upplýsingum.
Hlustaðu á viðtal við Kristínu Hrefnu um verndun uppljóstrara hér
CCQ býður upp á lausn til að auðvelda vinnuveitendum að setja upp, framkvæma og fylgja skriflegum reglum um verklag til dæmis í uppljóstrun starfsfólks um möguleg lögbrot eða ámælisverða háttsemi. Ábendingar CCQ taka á móti ábendingum uppljóstrara nafnlaust og tryggir öruggt úrvinnsluferli