Fiskistofa og CCQ: Áralöng reynsla í gæðastjórnun og upplýsingaöryggi

Fiskistofa hefur verið í fararbroddi í notkun CCQ allt frá því að þau urðu ein af fyrstu notendum þess fyrir sjö árum og hefur margt áunnist síðan þá.

Sara Hrund, gæðastjóri hjá Fiskistofu, kom nýlega til okkar í spjall í CCQ Stundina þar sem hún ræddi sín helstu verkefni, sem snúa meðal annars að yfirsýn gæðahandbókarinnar og tryggir að innihald hennar sé áreiðanlegt og í samræmi við staðla. Til að ná þessu markmiði telur Sara mikilvægt að allar deildir Fiskistofu eigi fulltrúa í gæðaráði stofnunarinnar. Þar eru 1-2 fulltrúar á hverju sviði, og saman vinna þau náið að því að viðhalda stöðluðum og skipulögðum vinnubrögðum.

„Mér finnst vert að nefna Power BI skýrslurnar sem þið bjóðið uppá. Ég er mjög hrifin af þeim“, segir Sara.

Hún lofar notendavænleika Power BI skýrslanna sem auðvelda yfirsýn yfir skjöl í gæðahandbókinni, þar sem hægt er að fylgjast með tímasetningum endurskoðana og skiptingu skjala eftir sviðum. Þessar skýrslur gera skjalastjórnun bæði aðgengilega og skilvirka.

Fiskistofa hefur einnig staðlað alla ráðningarferlana sína í gæðahandbókinni, þar með talið ráðningastefnu, sniðmát fyrir auglýsingar, viðtalsferla og fleira. Þegar störf eru auglýst eða viðtöl tekin er allt samkvæmt stöðlum og ferlum innan kerfisins.

Auk þess hefur Fiskistofa jafnlaunavottun og fylgir staðlinum ISO 27001 um upplýsingaöryggi. Þessi staðall hjálpar til við að tryggja að áhættustjórnun sé framkvæmd á réttan hátt, sem eykur traust hagsmunaaðila.

Við mælum eindregið með að horfa á viðtalið við Söru til að heyra nánar um hvernig Fiskistofa nýtir sér CCQ.

Sara Hrund, gæðstjóri Fiskistofu, í CCQ Stundinni.

Similar Posts