Gæðahandbók
Gæðahandbók einfaldar alla gæðastjórnun og vottunarferli fyrirtækja. Með allar upplýsingar á einum stað, aðgengilegar hvar og hvenær sem er, getur þú auðveldlega stýrt gæðamálum, tryggt samræmi í verkferlum og sparað dýrmætan tíma við undirbúning úttekta.
Gæðahandbók CCQ byggir á öflugri skjalastjórnun sem tryggir rekjanleika og öryggi allra gæðaskjala. Kerfið skiptist í vinnubók fyrir skjöl í vinnslu og útgefin skjöl fyrir samþykkt gæðaskjöl. Innbyggð ritvinnsla með breytingasögu gerir þér kleift að halda utan um allar breytingar á gæðaskjölum með skipulögðum og öruggum hætti.

Til að ná vottun eru nokkrir þættir sem þurfa að vera á hreinu; skjalfest verklag er einn þeirra.
Hér að neðan má sjá ferilinn fyrir ritun og útgáfu skjals í CCQ gæðahandbók.


LESBORÐIÐ
Þitt persónulega yfirlit
Lesborðið er þinn gluggi að gæðahandbókinni og veitir þér einstaklega góða yfirsýn yfir öll þín verkefni. Þú færð skýra mynd af því sem er mikilvægast fyrir þitt hlutverk, hvort sem það er að rýna skjöl, samþykkja breytingar eða fylgjast með stöðu verkefna.
Með lesborðinu hefur þú alltaf yfirsýn yfir verkefnin þín og getur auðveldlega unnið með skjöl í kerfinu. Þú getur fylgst með stöðu gagnvart stöðlum, lögum og reglugerðum, sem gerir þér kleift að bregðast strax við ef eitthvað þarfnast athygli.
SAMSTARF VIÐ STAÐLARÁÐ ÍSLANDS
Innbyggðir staðlar
CCQ er eina lausnin á Íslandi sem veitir aðgang að heildartexta ISO staðla í samstarfi við Staðlaráð Íslands. Kerfið veitir skýra yfirsýn yfir allar kröfur staðlanna og fylgist stöðugt með hlítingu við þá í rauntíma. Skjöl eru flokkuð eftir köflum staðlanna og sérstakt yfirlit er fyrir úttektaraðila sem einfaldar allt vottunarferlið.

CCQ STUNDIN
Árangursrík innleiðing hjá Reykjanesbæ

ÖRUGG YFIRSÝN
Öflug áhættustjórnun
CCQ einfaldar alla áhættustjórnun í þínu fyrirtæki. Kerfið gerir þér auðvelt að greina og meta áhættur, tengja þær við viðeigandi ferla og verðmæti. Með skýru yfirliti getur þú fylgst með öllum aðgerðum og haldið utan um öryggismál á skilvirkan hátt.
SKILVIRKT UPPLÝSINGAFLÆÐI
Stafrænt verkflæði
Öflugt stafrænt verkflæði CCQ tryggir að öll vinna sé skipulögð og rekjanleg. Sjálfvirkt samþykktarferli og staðfesting á lestri mikilvægra skjala tryggir að allt starfsfólk sé upplýst. Kerfið sendir sjálfkrafa áminningar um endurskoðun og tilkynningar í rauntíma sem auðveldar alla eftirfylgni.
Fáðu ráðgjöf
