Ný útgáfa með gagnlegum breytingum fyrir gæðastjóra og hinn almenna notanda og fleira skemmtilegt🚀
Nú er ný útgáfa af CCQ komin í loftið. Við erum spennt að segja ykkur frá helstu nýjungum.
Ertu að flokka skjöl eftir sviði og deild?
Ein af þeim breytingum sem við erum hvað spenntust að segja frá hefur áhrif á hinn almenna lesnotanda og býður honum upp á aðgengilegra lesborð. Nú bjóðum við upp á lesborð sem birtir notendum skjöl út frá þeirrar sviði og deild, sjá myndskeið.
Nýtt lesborð fyrir lesnotenda
Aukin réttindi fyrir útgefendur
Þegar stöðu skjals er breytt úr vinnslu yfir í fullunnið skjal, hefst samþykktarferlið. Þá hefur almennt ekki verið hægt að breyta innihaldi skjala eða lýsigögnum, nema að setja skjalið aftur í vinnslu.
Nú höfum við veitt útgefanda réttindi til að bæta við eða lagfæra lýsigögn ef þörf krefur. Kannski hefur skjalið ekki verið rétt flokkað, það hefur gleymst að setja endurskoðunardagsetningu eða eitthvað slíkt. Þá er gott að geta lagfært það án þess að setja skjalið aftur í vinnslu. Útgefandi getur þó ekki breytt innihaldi skjals, enda er samþykktarferli skjals í gangi. Einungis útgefandi hefur þessi réttindi.
Hér má sjá myndskeið þar sem farið er yfir þessa virkni.
Aukin réttindi fyrir útgefanda
Gleymir þú stundum að skila gæðahandbókarskjali?
Þegar unnið er í skjali er það tekið frá svo ekki séu margir að vinna í sama skjali í einu. Margir hafa svo gleymt að skila skjalinu til baka eftir vinnslu og þá þarf að þvinga skil eða biðja viðkomandi um að skila. Nú mun kerfið minna þig á.
Betrumbætt virkni í textaritlinum
Í nýjustu uppfærslunni bjóðum við upp á nokkra nýjunga og meðal annars eru það þessar:
• Nú er hægt er að setja inn fellikafla (e. sections) í skjöl en þeir geta verið til mikilla þæginda og aukið skýrleika skjals. Sjá myndskeið.
Fellikafla í skjal
- Nú er einnig hægt er að bæta við hlekkjum (tilvísun) í önnur gæðaskjöl ofan á myndir, sem dæmi á flæðiritamynd eins og Visio, sjá myndskeið.
Myndræn framsetningu – myndhlekkir í visiomynd
Gæðastjórnunarfélagið í opinberri stjórnsýslu kíktu til okkar í mars
Umræðuefnið var gæðastjórnun og netöryggi og hvernig CCQ getur aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að meðhöndla þá áhættu. Það var einnig rætt um framtíðar möguleiki að nota gervigreind í leit í gæðahandbókum með Ara gervigreind og stuttlega kynnt um þá þjónustu sem CCQ býður upp á. Það var virkilega gaman að fá þennan hóp til okkar og ef fleiri hafa áhuga þá megið þið endilega vera í sambandi.
Minnum á hvernig hægt er að nálgast leiðbeiningarnar
CCQ hefur unnið í því að auka notendaleiðbeiningar og hægt er að finna þær á heimasíðunni okkar undir leiðbeiningar.
Einnig má finna leiðbeiningar í bláa stækkunarglerinu sem eru staðsettar neðst í hægri horninu þegar notandi er á lesborðinu í CCQ.
ÍST 27001:2022 og Viðauki A eru tilbúnir til notkunar
Við bjóðum núna upp á staðalinn sem felur í sér mat og meðferð á upplýsingaöryggisáhættu. Vinsamlegast athugið að það þarf að hafa gæðahandbókarstjóra- eða CCQ kerfisstjóraréttindi til að geta séð staðla.