Viltu betri leið til að halda utan um gæðakerfið?
Ertu kannski gæðastjóri, búinn að byggja upp gott gæðakerfi og veist hvar öll skjöl eru, bæði gild og í vinnslu? Frábært – en hvað gerist ef þú hverfur úr starfi af einhverri ástæðu?
Að vista gæðaskjöl á sameiginlegum skráasvæðum getur virkað vel. Vandamálið er ekki að ekki hafi verið vandað til verka eða upplýsingar vanti – frekar að aðrir notendur eigi erfitt með að finna réttu skjölin þegar á þarf að halda.
Vandamál sem upp geta komið þegar gæðaskjöl eru vistuð á sameiginlegu skráasvæði
- Jafnvel þó umsjónarmaður kerfisins viti nákvæmlega hvar hvert skjal á heima og hvaða skjöl eru í hvaða möppu, geta aðrir átt erfitt með að átta sig á skipulaginu.
- Ef settar eru inn krækjur í önnur skjöl þarf að uppfæra þær krækjur handvirkt þegar nýjar útgáfur eru gerðar. Það tekur mun lengri tíma heldur en í hugbúnaðarlausn sem uppfærir krækjurnar sjálfkrafa, og hætta er á mistökum þannig að krækjur virki ekki eða vísi í eldri útgáfur skjala.
- Í handvirku skjalakerfi er flókið að halda utan um breytingasögu skjala þegar kemur að úttekt eða atvik sem kalla á rekjanleika aftur í tímann.
Möguleikar í heildstæðu hlítingarkerfi í skýinu
Mörg hugbúnaðarkerfi fyrir gæðastjórn og hlítingu krafna eru til á markaðnum. Þau eru mismunandi að gerð en hjálpa flest við uppbyggingu gæðakerfis með samræmdum hætti, þannig að ákveðin sjálfvirkni aðstoði við uppbyggingu kerfisins. Flestar slíkar lausnir í dag eru reknar í einhvers konar skýjaþjónustu til að notendur hafi aðgang að kerfinu óháð staðsetningu.
Nokkrir kostir við slík hugbúnaðarkerfi eru:
- Það er auðveldara að uppfylla kröfur staðla, laga og reglugerða.
- Öllum tilheyrandi skjölum og tengdum gögnum er safnað á einn stað.
- Hlítingarferlar og aðferðafræði er innbyggð í kerfið.
- Auðveldara að tryggja að verklag uppfylli kröfur
- Útgáfustýring og rekjanleiki gagna er tryggður.
Ef þú vilt nánari upplýsingar um hvernig CCQ gæðastjórnunar- og hlítingarkerfið getur bætt skjalastýringu gæðaskjala og auðveldað innri og yfir úttektir, smelltu hér: